Alexandra Jóhannsdóttir hóf leikinn á bekknum þegar Fiorentina fékk Como í heimsókn í ítölsku deildinni í dag.
Það var markalaust í hálfleik en Alexandra kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks. Fiorentina fékk vítaspyrnu snemma og náði foyrstunni.
Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan orðin 2-0 og þriðja markið leit dagsins ljós þremur mínútum síðar.
Það reyndist síðasta mark leiksins en Fiorentina er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig eftir átta leiki en þetta var fyrsti leikurinn í umferðinni. Roma er á toppnum með 21 stig.
Athugasemdir