Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Girona berst við að halda leikmönnum sínum frá stórliðum
Savio fagnar með liðsfélögum sínum
Savio fagnar með liðsfélögum sínum
Mynd: EPA

Girona hefur komið öllum á óvart í spænsku deildinni en liðið er á toppnum með tveggja stiga forystu á Real Madrid eftir 13 umferðir.


Margir leikmenn liðsins hafa vakið mikla athygli en þar má helst nefna Savio sem er á láni frá Troyes. Mörg stórlið hafa sýnt honum áhuga.

Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona er mjög hrifinn af þessum 19 ára gamla brasilíska vængmanni en Quiqe Carcel íþróttastjóri Girona segir að félagið ætli sér að halda öllum leikmönnum liðsins.

„Að heyra að Deco sé hrifinn af leikmanninum okkar er gaman og fyllir mann af stolti. Það gerðist á síðasta tímabili með Oriol Romeu en markmiðið okkar er að halda þessum leikmönnum því það er erfitt að breyta öllum hópnum," sagði Quique Carcel

Romeu er uppalinn hjá Barcelona og snéri aftur til félagsins síðasta sumar eftir eins árs dvöl hjá Girona. Hann hefur einnig leikið með liðum á borð við Chelsea og Southampton á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner