Myndbandsdómgæslan er að ryðja sér til rúms í fótboltanum. Sitt sýnist hverjum en ljóst að tæknin er komin til að vera á efstu stigum íþróttarinnar.
Þegar er farið að nota myndbandsdómgæslu í ítalska og þýska boltanum og tilraunir voru gerðar með fyrirkomulagið á HM félagsliða. Allt stefnir í að myndbandsdómgæsla verði notuð á HM í Rússlandi næsta sumar.
Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, ræddi um kosti og galla myndbandsdómgæslunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Þegar er farið að nota myndbandsdómgæslu í ítalska og þýska boltanum og tilraunir voru gerðar með fyrirkomulagið á HM félagsliða. Allt stefnir í að myndbandsdómgæsla verði notuð á HM í Rússlandi næsta sumar.
Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, ræddi um kosti og galla myndbandsdómgæslunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Einnig var rætt um það að England og Skandinavía eiga ekki fulltrúa meðal dómara á HM í Rússlandi.
Hlustaðu á viðtalið í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast.
Athugasemdir