Paris Saint Germain 2 - 0 Bayern
1-0 Desire Doue ('78 )
2-0 Ousmane Dembele ('90 )
Rautt spjald: ,Willian Pacho, Paris Saint Germain ('83)Lucas Hernandez, Paris Saint Germain ('90)
1-0 Desire Doue ('78 )
2-0 Ousmane Dembele ('90 )
Rautt spjald: ,Willian Pacho, Paris Saint Germain ('83)Lucas Hernandez, Paris Saint Germain ('90)
PSG er komið áfram í undanúrslit á HM félagsliða eftir sigur á Bayern í viðburðaríkum leik.
Undir lok fyrri hálfleiks þurfti Jamal Musiala að fara af velli en hann meiddist illa á ökkla eftir samstuð við Gianluigi Donnarumma. Mikið áfall fyrir Bayern.
Desire Doue kom PSG yfir seint í leiknum þeegar hann átti skot fyrir utan teiginn í nærhornið.
Stuttu síðar urðu Frakkarnir manni færri þegar Willian Pacho fékk beint rautt spjald fyrir að sparka í sköflunginn á Leon Goretzka. PSG varð síðan tveimur mönnum færri þegar Lucas Hernandez fékk rautt spjald fyrir að gefa Raphael Guerreiro olnbogaskot.
Þrátt fyrir að vera orðnir tveimur mönnum færri innsiglaði Ousmane Dembele sigurinn í blálokin. PSG mætir sigurvegaranum úr viðureign Real Madrid og Dortmund en sá leikur hefst klukkan 20 í kvöld.
Athugasemdir