Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 05. júlí 2025 18:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: HK kom til baka undir lokin
Lengjudeildin
Atli Arnarson
Atli Arnarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 3 - 1 Völsungur
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('27 )
1-1 Dagur Orri Garðarsson ('80 )
2-1 Tumi Þorvarsson ('91 )
3-1 Atli Arnarson ('97 )
Lestu um leikinn

Elfar Árni Aðalsteinsson kom Völsungi yfir gegn HK í Kórnum. Boltinn barst til hans og eftirleikurinn var auðveldur.

Heimamenn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn en gekk illa að nýta færin.

Það tókst loksinis þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma þegar Dagur Orri Garðarsson kom boltanum í netið.

í uppbótatíma skoraði Tumi Þorvarsson laglegt mark fyrir HK eftir langa sendingu fram völlinn frá markverðinum Ólafi Erni Ásgeirssyni. Í blálokin fullkomnaði Atli Arnarson endurkomu HK.

HK er með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Völsungur er áfram í 7. sæti með 13 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner
banner