Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Ein af stjörnum HM félagsliða í sigtinu hjá West Ham
Mynd: EPA
West Ham United hefur formlega skráð sig í baráttuna um Richard Rios, leikmann Palmeiras og kólumbíska landsliðsins. Esportes greinir frá.

Rios er 25 ára gamall miðjumaður hefur verið einn af bestu leikmönnum HM félagsliða í sumar, en hann fór með Palmeiras alla leið í 8-liða úrslit.

Hann var einnig mikilvægur með kólumbíska landsliðinu á síðasta ári er það komst í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins.

Esportes segir áhugann mikinn á Rios sem er verðmetinn á 35 milljónir evra.

Atlético Madríd, Benfica, West Ham og Porto eru öll í baráttunni um þennan skemmtilega miðjumann sem virðist nú reiðubúinn að taka skrefið til Evrópu.

Rios, sem spilaði áður með Flamengo og Guarani, á 23 A-landsleiki fyrir Kólumbíu og skorað 2 mörk.


Athugasemdir
banner