Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 05. júlí 2025 17:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Markalaust á nýja grasinu í Eyjum
Úr fyrri leik liðanna
Úr fyrri leik liðanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 0 Víkingur R.
Lestu um leikinn

ÍBV og Víkingur skildu jöfn í Eyjum í dag en þetta var fyrsti leikur karlaliðs ÍBV á nýju gervigrasi á Hásteinsvelli. Sverrir Páll Hjaltested var nálægt því að koma heimamönnum yfir þegar hann komst í færi inn á teignum en hann átti skot í slá.

Undir lok fyrri hálfleiks átti Daníel Hafsteinsson einnig skot í slá hinu megin. Boltinn vildi ekki fara í netið og það var því markalaust í fyrri hálfleik.

Víkingur sótti hart að marki ÍBV undir lokin. Atli Þór Jónasson var hársbreidd frá því að koma liðinu yfir en hann skallaði boltann í slána. Strax í kjölfarið átti Ali Basem Almosawe fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og var á leið í netið en Eyjamenn björguðu á línu.

Víkingur er á toppnum með 30 stig og með þriggja stiga forystu á Val og Breiðablik. ÍBV fer upp í 9. sæti, upp fyrir FH, með 15 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 15 9 3 3 39 - 20 +19 30
2.    Víkingur R. 15 9 3 3 27 - 16 +11 30
3.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner
banner
banner