Belgíski landsliðsmaðurinn Maxim De Kuyper er kominn til Brighton frá Club Brugge.
Enska félagið staðfesti komu Cuyper sem er 24 ára gamall vinstri bakvörður en hann gerði samning til 2030.
Sky Sports segir kaupverðið nema um 17,3 milljónum punda.
Brighton hefur styrkt vörnina gríðarlega í sumarglugganum en félagið hefur þegar nælt sér í miðverðina Diego Coppola og Olivier Boscagli.
Cuyper, sem varð bikarmeistari með Club Brugge á síðasta tímabili, er mjög spennandi viðbót inn í hópinn hjá Brighton, en hann er fastamaður í belgíska landsliðinu.
Hann á 10 A-landsleiki og 3 mörk en síðasta mark hans kom í síðasta mánuði í 1-1 jafntefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM.
We are delighted to confirm the signing of defender Maxim De Cuyper from Club Brugge, for undisclosed terms! ????
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) July 5, 2025
Athugasemdir