Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Renato Sanches snýr aftur til PSG (Staðfest)
Mynd: Benfica
Portúgalska félagið Benfica hefur ákveðið að nýta ekki kaupákvæði í lánssamningi heimamannsins Renato Sanches og er hann því farinn aftur til Paris Saint-Germain. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Benfica.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður sneri aftur heim til Benfica í ágúst á síðasta ári.

Hann gerði eins árs lánssamning og gat Benfica gert skiptin varanleg fyrir 15 milljónir evra en ákvað gegn því að kaupa hann.

Sanches spilaði 21 leik og skoraði 1 mark á tímabilinu með Benfica og vann portúgalska deildabikarinn.

Benfica hafði vonast eftir meiru frá Sanches sem lék aðeins rúmar 600 mínútur í heildina. Eina mark hans kom í 6-0 stórsigri liðsins á Auckland City á HM félagsliða í síðasta mánuði.

Portúgalinn snýr aftur til Evrópumeistara PSG en mun líklega ekki staldra lengi við þar.

Sanches var efnilegasti leikmaður heims árið 2016. Hann vann EM með portúgalska landsliðinu og var valinn besti ungi leikmaður mótsins. Í kjölfarið var hann keyptur til Bayern München í Þýskalandi, en erfið meiðsli hafa sett strik í reikninginn á ferli hans.


Athugasemdir
banner