Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin smit komið upp hjá íslenska liðinu
Icelandair
EM KVK 2025
Frá leiknum gegn Finnlandi.
Frá leiknum gegn Finnlandi.
Mynd: EPA
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, hefur verið að glíma við veikindi síðustu daga. Hún byrjaði gegn Finnlandi í fyrsta leik Evrópumótsins en þurfti að fara út af í hálfleik vegna magakveisu.

Veikindi hennar hafa hins vegar ekki smitað sér út í hópinn. Það er óvissa með Glódísi fyrir leik tvö á EM gegn Sviss á morgun en aðrir leikmenn eru klárir í slaginn.

„Það hefur ekkert smit komið eða svoleiðis. Það eru allir aðrir leikmenn heilir og klárir í leikinn á morgun," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í Bern í dag.

Leikurinn gegn Sviss á morgun hefst klukkan 18:00 og það er vonandi að landsliðsfyrirliðinn geti verið með í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner