Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. janúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Pioli: Saelemaekers baðst afsökunar eftir leikinn
Stefano Pioli
Stefano Pioli
Mynd: Getty Images
Alexis Saelemaekers átti vægast sagt hræðilega innkomu í 2-0 sigri AC Milan á Cagliari í Seríu A í gær en hann entist í átta mínútur inn á vellinum.

Saelemaekers er 21 árs gamall og kemur frá Belgíu en þessi sókndjarfi bakvörður kom inná sem varamaður fyrir Jens Petter Hauge á 66. mínútu í gær.

Hann fékk gult spjald fyrir heimskulegt brot rétt eftir að hann kom inná og var síðan rekinn af velli á 74. mínútu fyrir peysutog. Það kom ekki í veg fyrir sigur Milan en drengurinn var miður sín.

„Drengurinn er að þroskast og hann bað allt liðið afsökunar eftir leikinn. Hann var í öngum sínum," sagði Pioli.

„Ég vil ekki vera að verja hann en þessi spjöld voru ósanngjörn í alla staði. Hann verður samt að læra af þessum mistökum og passa sig í framtíðinni. Hann gerði þessi mistök gegn Napoli en ég var ánægður með viðhorfið eftir leikinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner