Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. janúar 2022 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carlos í byrjunarliði Sevilla í kvöld - Newcastle þarf að bíða
Diego Carlos í baráttunni við Erling Haaland
Diego Carlos í baráttunni við Erling Haaland
Mynd: EPA
Diego Carlos miðvörður Sevilla á Spáni er sagður hafa mikinn áhuga á því að ganga til liðs við Newcastle.

Samkvæmt heimildum Fabrizio Romano hefur hann náð munnlegu samkomulagi við enska félagið. Það kemur því mikið á óvart að hann skuli vera í byrjunarliði Sevilla sem mætir Valencia í deildinni í kvöld.

Kaupverðið er talið vera 30 milljónir punda en það er ljóst að það er ekki mikið í gangi þessa stundina.

Sevilla er í 2. sæti deildarinnar aðeins fimm stigum á eftir Real Madrid og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner