Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. janúar 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Cole gagnrýnir Ziyech - „Þetta lítur ekki vel út fyrir hann"
Hakim Ziyech fagnaði ekki marki sínu gegn Brighton
Hakim Ziyech fagnaði ekki marki sínu gegn Brighton
Mynd: EPA
Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea, skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Brighton í gær en kaus að fagna markinu ekki. Joe Cole, fyrrum leikmaður félagsins, var ósáttur við Marokkómanninn.

Ziyech skoraði með laglegu skot fyrir utan teiginn í nærhornið en fagnaði ekki markinu.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, sagði í viðtali eftir leik að það skipti hann engu máli hvort leikmenn fagni eða ekki.

Cole var spekingur á BT Sport í gær og gagnrýndi þar Ziyech.

„Þetta er það sem þú spilar fyrir. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur en hefur kannski ekki beint átt stórkostlega innkomu í ensku úrvalsdeildina því hún er mjög ólík hollensku deildinni. En það að fagnaa ekki, það lítur ekkert sérlega vel út fyrir hann," sagði Cole.

„Ég væri ekki ánægður ef ég væri með honum í liði. Þú veist hvenær leikmenn eru ekki ánægðir og eru ekki að spila, en ef ég kem af bekknum og skora mark, þá er það einhverskonar útrás," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner