Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. janúar 2022 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Xavi: Dembele frjálst að fara ef hann framlengir ekki
Mynd: EPA
Staða Ousmane Dembele hjá Barcelona er athyglisverð. Franski kantmaðurinn verður samningslaus í sumar og má núna ræða við félög utan Spánar um samning sem tæki gildi í sumar.

Barcelona hefur hótað að setja Dembele á bekkinn og umboðsmaður Dembele hefur svarað með því að hann og skjólstæðingur sinn muni leita réttar síns.

„Ef Barca hefði einhvern áhuga á að ræða við okkur þá hefðu þeir gengið að borðinu til að ræða saman. Það hafa engar viðræður átt sér stað, bara hótanir um að spila honum ekki ef hann ákveður ekki að framlengja. Það er bannað og við munum leita réttar hans ef þess þarf," sagði umboðsmaðurinn.

ESPN vitnar í Xavi, stjóra Barcelona, sem hefur tjáð sig um stöðu Dembele.

„Annað hvort framlengir hann samninginn eða við finnum útgönguleið fyrir hann," sagði Xavi.

Frá því Dembele, sem er 24 ára gamall, samdi við Barcelona 2017 hefur hann spilað 129 leiki, skorað 31 mark og lagt upp 23.
Athugasemdir
banner
banner
banner