Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 19. janúar 2023 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bailly í sjö leikja bann
Mynd: EPA
Eric Bailly hefur verið úrskurðaður í sjö leikja bann af franska sambandinu, eða svo segir franski miðillinn La Provence. Bailly er á láni hjá Marseille frá Manchester United.

Bannið fær Bailly fyrir karatespark í leikmann Hyeres FC í franska bikarnum um þarsíðustu helgi. Bailly fékk rauða spjaldið eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Boltinn skoppaði og var Almike Moussa N'Diaye á undan Bailly í boltann.

Hyerers er í fjórðu deild í Frakklandi og er leikmaðurinn með brotin rifbein eftir sparkið frá Bailly og finnur fyrir bæði sársauka í lunga og lifur. Bailly heimsótti N'Diaye á sjúkrahús og bað hann afsökunar á brotinu. N'Diaye er nú útskrifaður af sjúkrahúsi en verður frá í nokkra mánuði.

Hinn 28 ára gamli Bailly hefur spilað 11 leiki með Marseille á tímabilinu, sex í deild og fimm í Meistaradeild. Hann er þegar búinn að taka út tvo leiki af banninu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner