Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 19. janúar 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Alves segist hafa verið ofurölvi og með skerta dómgreind
Dani Alves.
Dani Alves.
Mynd: Getty Images
Brasilíski fótboltamaðurinn Dani Alves, sem sakaður er um nauðgun er með þá málsvörn að hann hafi verið of drukkinn til að vera meðvitaður um hvað hann var að gera.

Hann gæti átt yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa nauðgað konu á skemmtistað í Barcelona í desember 2022.

Réttarhöld yfir þessum fyrrum leikmanni Barcelona og brasilíska landsliðsins fara fram eftir tæpar tvær vikur en Alves hefur breytt framburði sínum við yfirheyrslur fjórum sinnum og gefið fimm mismunandi útgáfur af atburðarásinni.

Alves hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf mánuði.

Verjandi hans hefur kallað á eiginkonu hans Joana Sanz, en þau hafa slitið sambandi sínu, til að staðfesta það fyrir dómi að Alves hafi hringt dauðadrukkinn í hana til að sanna að hann hafi verið of fullur til að vera með dómgreind.

Þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi sagt Alves halda fram sakleysi sínu þá er þetta útspil frekar hugsað til að milda mögulegan dóm.
Athugasemdir
banner