Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus ætlar að kaupa Lloyd Kelly
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er í viðræðum við Newcastle United um kaup á enska varnarmanninum Lloyd Kelly.

Kelly er 26 ára gamall og er miðvörður að upplagi en getur einnig spilað í vinstri bakverði.

Hann kom til Newcastle frá Bournemouth á frjálsri sölu síðasta sumar en aðeins komið við sögu í níu deildarleikjum á þessari leiktíð.

Varnarmaðurinn var orðaður við nokkur ítölsk stórlið á síðasta ári en valdi það að fara til Newcastle.

Samkvæmt Fabrizio Romano mun Kelly líklegast fara til Ítalíu í þessum mánuði en Juventus hefur verið í viðræðum við Newcastle um kaup á honum síðustu daga.

Newcastle hafnaði munnlegu tilboði Juventus um að fá Kelly á láni með möguleika á að kaupa hann, en Newcastle vill selja hann fyrir 12 til 13 milljónir punda.

Romano kom einnig inn á að Newcastle hafi hafnað 10 milljóna punda tilboði Fenerbahce í Kelly á dögunum.

Juventus er í bílstjórasætinu og gerir Romano ráð fyrir því að félögin muni ná samkomulagi á næstu dögum.

Kelly, sem er uppalinn hjá Bristol City, á 19 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner