Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 10:33
Brynjar Ingi Erluson
Segir Villa hafa haft heppnina með sér - „Hefði verið vonsvikinn“
Mynd: EPA
Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa á Englandi, segir að liðið hafi verið heppið að stela stigi gegn Arsenal á Emirates í gær.

Villa-menn lentu tveimur mörkum undir en komu til baka í síðari hálfleik og lönduðu stigi.

Undir lok leiksins kom upp umdeilt atvik er Mikel Merino átti skot sem fór af höndinni á Kai Havertz og í netið. VAR tók markið af Arsenal, en það er alveg óumdeilanlegt að boltinn fer í höndina sem breytti um stefnu á boltanum.

Watkins segist ekki viss hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun.

„Ég er ekki viss eftir að hafa horft á þetta aftur. Þetta fór okkur í hag í þessu tilviki og ef ég hefði verið í þessari stöðu þá hefði ég verið mjög vonsvikinn. Þegar ég skoða þetta frá þessu sjónarhorni er ég ekki viss en þetta er ástæðan fyrir að við erum með VAR,“ sagði Watkins.

Arsenal tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni en liðið er nú sex stigum frá Liverpool, sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner