Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 19. febrúar 2021 20:39
Victor Pálsson
Lengjubikarinn: Blikar skoruðu fimm mörk - Stjarnan lagði ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann stórsigur í Lengjubikar karla í kvöld er liðið spilaði við Þrótt Reykjavík í annarri umferð.

Blikar unnu stórsigur á Leikni í fyrstu umferð en liðið vann þá 4-0. Þeir grænklæddu gerðu enn betur í kvöld og skoruðu fimm mörk.

Það voru allt mismunandi markaskorarar sem gerðu mörk Blika en Brynjólfur Andersen Willumsson var á meðal þeirra og skoraði með sinni fyrstu snertingu í seinni hálfleik.

Þróttarar voru að tapa sínum fyrsta leik í keppninni eftir 4-3 sigur á Fjölni í fyrstu umferð.

Í riðli 3 þá mættust Stjarnan og ÍA en þar höfðu Garðbæingar betur með tveimur mörkum gegn engu.

Stjarnan vann Vestra 3-2 í fyrstu umferð og ÍA hafði betur gegn Selfoss á Akranesi, 3-1.

Tristan Freyr Ingólfsson og Hilmar Árni Halldórsson gerðu mörk Stjörnunnar sem spilaði manni fleiri allan seinni hálfleik eftir rautt spjald gestanna.

Þróttur R. 0 - 5 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen('11)
0-2 Gísli Eyjólfsson('14)
0-3 Brynjólfur Andersen Willumsson('47)
0-4 Róbert Orri Þorkelsson('54)
0-5 Damir Muminovic('64)

Stjarnan 2 - 0 ÍA
1-0 Tristan Freyr Ingólfsson('10)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson('27)
Athugasemdir
banner
banner