Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. febrúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Umdeilt rautt spjald sem breytti leiknum
Mynd: EPA
Dayot Upamecano, varnarmaður Bayern München, spilaði ekki margar mínútur í 3-2 tapi liðsins gegn Borussia Monchengladbach, en hann var rekinn af velli eftir aðeins átta mínútur.

Franski varnarmaðurinn elti landa sinn, Alassane Plea, uppi sem var sloppinn í gegn. Upamecano, sem var fyrir aftan Plea, ætlaði að fara hinum megin við leikmanninn, en Plea féll við litla sem enga snertingu.

Dómari leiksins lyfti strax upp rauða spjaldinu og Bayern manni færri og breytti öllu.

Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, sturlaðist eftir leik og hljóp í átt að dómaraklefanum en hefur beðist afsökunar á hegðun sinni. Hann er á því að þetta hafi alls ekki verið rautt spjald.

„Dayot rétt snertir öxlina á Plea en heldur honum ekki aftur og lætur hann ekki missa jafnvægi. Öxlin á Plea færðist ekkert til. Það er ekkert brot. Dómarar eru manneskjur og allt það, ekkert mál, en þetta var ekki rautt spjald,“ sagði Nagelsmann.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.

Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner