fim 19. mars 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Veit ekki hvort Fernandes og Pogba geti spilað saman"
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, veltir því fyrir sér hvort Bruno Fernandes og Paul Pogba geti spilað á miðjunni fyrir United.

Bruno hefur komið gífurlega sterkur inn í lið United eftir að hann var keyptur frá Sportin í janúar. Hann hefur spilað vel með Nemanja Matic, Scott McTominay og Fred en Paul Pogba hefur verið fjarverandi síðan í desember.

„Ég veit ekki hvort Fernandes og Pogba geti spilað saman," sagði Berbatov við Betfair.

„Fernandes var snöggur að láta til sín taka hjá United. Ég er ánægður með hvernig hann hefur komið inn og það hefur ekki tekið langan tíma."

„Liðsfélagar hans leita að honum því hann getur búið til með töfrum sínum. Hann virðist hafa komið sér vel fyrir og ég vona að hann haldi sinni spilamennsku áfram."

„Sem stuðningsmaður Pogba vona ég að hann verði áfram hjá United, ég held að það væri best fyrir hann. Ég er samt forvitinn að sjá hvernig hann mun spila við hlið Fernandes."

„Þeir eru svipaðir leikmenn, báðir það gáfaðir að þeir hugsa þrjú skref fram í tímann þegar þeir eru með boltann. Stundum gerist það samt að leikmenn eru of líkir en ég vona að það sé ekki tilfellið með þessa tvo því ef þeir virka vel saman getur United verið mjög hugmyndafrjótt lið sem gæti komið liðum á óvart á næsta tímabili eða jafnvel fyrr,"
sagði Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner
banner