Aleksandar Mitrovic kom Fulham yfir gegn Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins en staðan er enn 1-0 þegar tæpur hálftími er eftir af venjulegum leiktíma.
Boltinn datt fyrir fætur Mitrovic eftir hornspyrnu en hann var aleinn og yfirgefin á miðjum vítateig United og negldi boltann í netið.
Þetta er 12. mark hans í öllum keppnum en það er met hjá honum meðan hann spilar í úrvalsdeildinni.
Hann hefur verið stórkostlegur í Championship deildinni en hann skoraði 43 mörk í 44 leikjum á síðustu leiktíð og 26 mörk í 41 leik tímabilið 2019/20. Hann skoraði aðeins þrjú mörk í úrvalsdeildinni í kjölfarið.
12 - Aleksandar Mitrovic has scored 12 goals in 25 games across all competitions this season, his most in a single season while playing for a side in the Premier League (previous-best was 11 goals in 39 apps in 2018-19). Proven. pic.twitter.com/LOa2H3uqYf
— OptaJoe (@OptaJoe) March 19, 2023