Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   sun 19. mars 2023 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mitrovic aldrei verið betri á úrvalsdeildartímabili
Mynd: EPA

Aleksandar Mitrovic kom Fulham yfir gegn Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins en staðan er enn 1-0 þegar tæpur hálftími er eftir af venjulegum leiktíma.


Boltinn datt fyrir fætur Mitrovic eftir hornspyrnu en hann var aleinn og yfirgefin á miðjum vítateig United og negldi boltann í netið.

Þetta er 12. mark hans í öllum keppnum en það er met hjá honum meðan hann spilar í úrvalsdeildinni.

Hann hefur verið stórkostlegur í Championship deildinni en hann skoraði 43 mörk í 44 leikjum á síðustu leiktíð og 26 mörk í 41 leik tímabilið 2019/20. Hann skoraði aðeins þrjú mörk í úrvalsdeildinni í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner