Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd skoðar hvað spænsku risarnir gerðu við sína leikvanga
Santiago Bernabeu var endurnýjaður.
Santiago Bernabeu var endurnýjaður.
Mynd: Getty Images
Þörf er á að Manchester United endurnýi Old Trafford en leikvangurinn er orðinn barn síns tíma.

Fjallað er um máið í The Times og sagt að United sé að framkvæma ítarlega greiningu á því hvernig spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona hafa verið að endurnýja sína leikvanga.

Santiago Bernabeu heimavöllur Real Madrid hefur gengið í gegnum miklar og gríðarlega vel heppnaðar endurbætur og þá er verið að endurnýja Nou Camp heimavöll Barcelona. Börsungar hafa því spilað á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á þessu tímabili.

Manchester United er meðvitað um að það kosti um milljarði punda minna að endurnýja Old Trafford en að byggja nýjan leikvang.

Það er þó sagt að á þessu stigi sé verið að skoða alla möguleika og enn komi til greina að reisa nýjan 100 þúsund manna leikvang frá grunni á lóð sem er við hlið Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner