Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fös 19. apríl 2024 08:05
Elvar Geir Magnússon
Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal
Powerade
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: Getty Images
Michael Olise er meðal þeirra sem eru orðaðir við Arsenal.
Michael Olise er meðal þeirra sem eru orðaðir við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan föstudag. Í slúðurpakkanum í dag má finna Musiala, Isak, Olise, Sesko, Lijnders, Gnabry, Gibbs-White og fleiri kunna kappa. Powerade býður þér upp á slúðrið.

Jamal Musiala (21) sóknarleikmaður Bayern München er efstur á óskalista Manchester City fyrir sumarið en Chelsea er einnig með augastað á þýska landsliðsmanninum. (Guardian)

Bayern hefur ekki í hyggju að selja Musiala og undirbýr nýtt samningstilboð fyrir hann. (Fabrizio Romano)

Arsenal er að skoða að fá inn framherja og kantmann í sumar, en Alexander Isak (24), framherji Newcastle, og franski vængmaðurinn Michael Olise (22), sem er hjá Crystal Palace, eru meðal þeirra sem eru á blaði. (Guardian)

Arsenal ætlar að fá inn sóknarmann í sumar og fylgist með Benjamin Sesko (20), sóvenskum framherja RB Leipzig. (Standard)

Viktor Gyökeres (25), framherji Sporting Lissabon og Svíþjóðar, er einnig á radar Arsenal þar sem Mikel Arteta vill styrkja sóknarmöguleika sína. (Mirror)

Chelsea og Manchester United fylgjast líka með Sesko, sem er með 50 milljóna evra (42,8 milljóna punda) riftunarákvæði. (Ben Jacobs)

Aðstoðarstjóri Liverpool, Pep Lijnders, er á óskalista Besiktas í Tyrklandi yfir næsta stjóra félagsins. (Athletic)

Liverpool og Paris St-Germain eru að íhuga að gera tilboð í Levi Colwill (21), varnarmann Chelsea og Englands. (GiveMeSport)

Tottenham hefur áhuga á Serge Gnabry (28), fyrrum framherja Arsenal, en Bayern München er tilbúið að selja þýska landsliðsmanninn. (Football Insider)

Liverpool og Manchester United eru á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Mikayil Faye (19) varnarmanni Barcelona B en munu mæta samkeppni frá Lille, Mónakó og Nice um senegalska landsliðsmanninn. (Mundo Deportivo)

Tottenham leiðir kapphlaupið um Morgan Gibbs-White (23) miðjumann Nottingham Forest og er tilbúið að gera tilboð í Englendinginn í sumar. (Football Insider)

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku (30) mun væntanlega snúa aftur til Chelsea að lokinni lánsdvöl sinni á Ítalíu hjá Roma, sem mun ekki hafa efni á þeim 43 milljónum evra sem þarf að reiða fram til að fá hann til frambúðar. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea og Newcastle United hafa áhuga á Aaron Ramsdale (25) markverði Arsenal og Englands. (CaughtOffside)

Newcastle hefur áhuga á Conor Gallagher (24) miðjumanni Chelsea og gæti gert tilboð í sumar. (Chronicle)

David Moyes neitaði að svara spurningum tengdum framtíð sinni eftir að West Ham féll úr leik í Evrópudeildinni í gær. Samningur Moyes rennur út í sumar og félagið hefur ekkert gefið út um framtíð hans. (BBC)

Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, er að ræða við Bayern München um að verða stjóri félagsins. Hann er að ræða við fleiri og mun líklega taka ákvörðun í næstu viku að sögn umboðsmanns hans. (Spielmacher podcast)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool og Everton, mun taka við sem stjóri Sao Paulo í Brasilíu, mánuði eftir að hafa verið rekinn frá spænska félaginu Celta Vigo. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner