Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   sun 19. maí 2019 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Boyata til Hertha Berlin (Staðfest)
Hertha Berlin er búið að ganga frá samningsviðræðum við belgíska varnarmanninn Dedryck Boyata, sem kemur á frjálsri sölu frá Celtic. Hann skrifar undir samning til 2022.

Boyata er 28 ára gamall og var leikmaður Manchester City í sex ár áður en hann gekk í raðir Celtic sumarið 2015.

Hann lék 121 leik á fjórum árum hjá Celtic og skoraði 15 mörk. Hann á 15 A-landsleiki að baki fyrir Belgíu.

Boyata var ekki með fast sæti í liði Celtic á tímabilinu er liðið vann skosku deildina enn eina ferðina.

„Við höfum verið að fylgjast með Dedryck í góðan tíma og erum sannfærðir um gæði hans. Hann er mikill liðsstyrkur fyrir vörnina okkar," sagði Michael Preetz, yfirmaður íþróttamála hjá Hertha Berlin.
Athugasemdir
banner