Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. maí 2022 15:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Dómaranefndin má alveg hringja í mig eða Alexander og segja bara hvernig staðan er"
,,Leiðinlegt og miður að fá sömu dómara og dæma í 4. deild''
Alexander Aron
Alexander Aron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmunds
Kristján Guðmunds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakub Marcin Róg dæmdi leikinn
Jakub Marcin Róg dæmdi leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar, var til viðtals eftir leik síns liðs gegn Stjörnunni í Mosfellsbæ. Stjarnan vann 1-3 útisigur og var Alexander svekktur í leikslok.

Stjarnan skoraði tvö mörk á lokakafla leiksins og tryggði sér sigurinn. Alexander kvaðst, í viðtali við Fótbolta.net, ekki vera svekktur út í úrslitin heldur út í þriðja liðið á vellinum, dómarana.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Stjarnan

„Mér finnst ekkert svekkjandi að tapa fótboltaleikjum, mér finnst það ekki. En mér finnst svekkjandi þegar að þriðja liðið á vellinum hefur svona stór áhrif á það. Það finnst mér svekkjandi og þeir eru fjórir sem geta horft á þetta. Þetta sést langar leiðir á bekkinn hjá okkur. Það er leiðinlegt að tapa þegar maður tapar þegar þriðja liðið á í hlut," sagði Alexander.

Hann var spurður út í dómaramál hjá knattspyrnusambandinu og hvað það væri sem hann myndi vilja sjá breytast.

„Núna ætla ég ekkert að gera lítið úr sjálfum mér að vera spilandi í fjórðu deild og æfa kannski einu sinni, tvisvar í viku. En að fá sömu dómara þar og hjá stelpum sem eru að æfa fimm, sex sinnum í viku og vera all-in í þessu, finnst mér bara leiðinlegt og miður."

„Það er örugglega búið að tala um þetta oft en svona er þetta og ég get ekki breytt þessu frekar en einhverjir aðrir,"
sagði Alexander.

Sjáum alveg að dómaranefndin er í vandræðum
Ingi Snær Karlsson var fréttaritari á leiknum og spurði Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, út í dómgæsluna eftir að rætt við ósáttan Alexander.

„Það komu fullt af atriðum í leiknum enda var allt á fleygiferð. Það gerist í öllum fótboltaleikjum að það kemur upp eitthvað sem þú vilt fá dæmt og öfugt með þjálfara andstæðingsins. Að vera elta einhver atvik inní fótboltaleik gengur ekki upp."

„Aftur á móti sjáum við það alveg að dómaranefndin er í vandræðum með að raða á leikina, það er ekki fullt af fólki sem bíður í röðum eftir að dæma þessa leiki. Það er verið að reyna vanda sig og ég trúi ekki öðru en að það séu heilindi á bakvið það sem fólkið er að gera. Að vera alltaf að hamast í þeim hefur ekkert að segja. Það má alveg einhver hringja í mig eða Alexander frá dómaranefndinni og segja bara hvernig staðan er svo við getum borið virðingu fyrir öllum sem eru að vinna í deildinni,"
sagði Kristján.

Undir lok leiks fékk Sigurbjartur Sigurjónsson, forráðamaður Aftureldingar, beint rautt spjald.

„Sá nokkur atvik sem auðveldlega væri hægt að dæma öðruvísi og allt sauð upp úr í lokin," skrifaði Ingi Snær um dómgæsluna og gaf dómarateyminu fimm í einkunn. Jakub Marcin Róg dæmdi leikinn.
Alexander Aron: Hundfúlt að fá ekki meira en núll stig eftir þennan leik
Athugasemdir
banner
banner
banner