- Fjölnir tapaði fyrir Gróttu í Lengjudeild kvenna í kvöld.

„Ég er sjúklega stolt af liðinu. Við vorum að gera það sem Dusan lagði upp með og ömurlegt að fá á sig mark, sérstaklega eftir aukaspyrnu, en svona er þetta bara.“ Segir Bertha María fyrirliði Fjölnis eftir 1-0 tap í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 0 Fjölnir
Bertha María segir að liðið hefur tekið miklum framförum og getur tekið með sér jákvæða punkta inn í næsta leik.
„Við erum bara búnar að sýna framfarir frá síðasta leik og ætlum bara að stíga upp hér eftir þannig það er bara margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik.“
„Við ætluðum okkur að halda og bara leyfa þeim að koma á okkur og sækja svo bara á þær og það gekk bara mjög vel.“
Fjölni er spáð falli í deildinni en Bertha er staðráðin í að liðið ætli að afsanna það.
„Já, við ætlum 100% að gera það og við ætlum bara að líta á þetta þannig að núna er engin pressa á okkur, það trúir okkur enginn þannig við ætlum bara sýna þeim að við erum betri en allir halda.“
Viðtalið í heild sinni má nálgast hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir