Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   lau 19. júní 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danijel Djuric meistari með Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric varð í dag danskur meistari með U19 liði Midtjylland.

Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Veijle í lokaumferðinni.

Midtylland endaði með 60 stig, fimm stigum á undan Esbjerg sem var í 2.sæti.

Danijel stóð sig með prýði á tímabilinu en hann skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar.

Danijel er átján ára Bliki sem gekk í raðir Midtjylland í mars árið 2019. Danijel er framherji og er hann sonur Dejan Djuric.






Athugasemdir
banner