Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. júlí 2019 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Vængir Júpiters í góðum gír - Burstuðu KV
Tryggvi Guðmundsson er annar þjálfara Vængja.
Tryggvi Guðmundsson er annar þjálfara Vængja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir Júpiters fljúga hátt um þessar mundir. Liðið mætti KV í 3. deild karla kvöld og vann öruggan sigur.

Magnús Pétur Bjarnason skoraði fyrsta markið eftir fjórar mínútur og bætti Gunnar Orri Guðmundsson við öðru marki fyrir leikhlé. Jónas Breki Svavarsson gerði út um leikinn fyrir Vængi í seinni hálfleiknum.

Lokatölur 3-0 fyrir Vængi sem eru í öðru sæti deildarinnar með einu stigi minna en Kórdrengir. KV var á sex leikja sigurgöngu en hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum. KV er komið niður í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Vængjum.

Í hinum leik kvöldsins vann Augnablik 2-0 sigur gegn KH í Fagralundi. Augnablik setti bæði mörk sín í fyrri hálfleiknum.

Þetta var fallbaráttuslagur. Augnablik er í tíunda sæti með 10 stig. KH er í 11. sæti með sjö stig.

KV 0 - 3 Vængir Júpiters
0-1 Magnús Pétur Bjarnason ('4)
0-2 Gunnar Orri Guðmundsson ('33)
0-3 Jónas Breki Svavarsson ('62)

Augnablik 2 - 0 KH
1-0 Bjarni Þór Hafstein ('15)
2-0 Stefán Ingi Gunnarsson ('42)
Markaskorarar á Úrslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner