Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   mán 19. júlí 2021 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Matthaus: Kroos er ekki lengur í landsliðsklassa
Toni Kroos
Toni Kroos
Mynd: EPA
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus segir það afar velkomið að Toni Kroos hafi ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Kroos ákvað að hætta með þýska landsliðinu eftir Evrópumótið í sumar en Þjóðverjar töpuðu fyrir Englendingum í 16-liða úrslitum.

Þessi knái miðjumaður er aðeins 31 árs og kom það kannski einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að kalla þetta gott. Kroos vann HM með Þjóðverjum árið 2014 en hefur fengið mikla gagnrýni fyrir leikstílinn.

„Kroos er ekki lengur í landsliðsklassa. Ég hef ekkert á móti Toni Kroos en ég er bara ekki hrifinn af leikstílnum hans," sagði Matthaus, sem vann bæði EM og HM með Þýskalandi.

„Það sást á EM að þetta snérist ekki bara um hraðann á leikmanninum heldur líka á boltanum. Hann gerir vel með einni eða tveimur snertingum þegar hann sendir boltann en tapar svo hraðanum af því hann nær ekki að skapa bláss og þá er enginn hraði," lýsti Matthaus því þegar Kroos var að reyna að byggja upp sóknir.

Kroos hefur mikið verið gagnrýndur undanfarna daga. Uli Höness, fyrrum forseti Bayern München, gerði slíkt hið sama.

Sjá einnig:
Höness og Kroos munnhöggvast - „Hann hentar ekki nútímafótbolta"
Athugasemdir
banner
banner
banner