Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. júlí 2021 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Leiknismenn í stuði - Víkingur upp í annað sæti
Sævar Atli Magnússon skoraði 10. mark sitt í deildinni
Sævar Atli Magnússon skoraði 10. mark sitt í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Helgi Guðjónsson gerði sigurmark Víkings þegar tólf mínútur voru eftir
Helgi Guðjónsson gerði sigurmark Víkings þegar tólf mínútur voru eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. vann annan leik sinn í röð er liðið vann Stjörnuna 2-0 í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Víkingur R. lagði þá Keflavík 2-1 en Helgi Guðjónsson gerði sigurmarkið þegar tólf mínútur voru eftir.

Leiknir R. vann annan sigur sinn í röð er liðið lagði Stjörnuna að velli, 2-0 á Domusnova-vellinum.

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, skoraði fyrra markið á 7. mínútu. Ósvald Jarl Traustason átti fyrirgjöf á Manga Escobar sem náði að renna honum til hliðar á Sævar sem skoraði með föstu skoti af varnarmanni og í netið.

Tíunda mark Sævars í deildinni í sumar og Leiknismenn í góðum gír.

Hjalti Sigurðsson gerði annað mark Leiknis á 26. mínútu. Heimamenn höfðu sótt mikið á Stjörnuna og uppskar liðið mark en Emil Berger átti fyrirgjöf á fjærstöng og var Hjalti þar mættur til að stanga boltann í netið.

Stjörnumenn voru arfaslakir í leiknum og sköpuðu ekki mikla hættu fyrir framan mark Leiknismanna. Heimamenn fagna því 2-0 sigri og eru nú í 6. sæti með 17 stig. Magnaður árangur liðsins síðustu vikur.

Víkingur R. lagði þá Keflavík 2-1 á HS Orku-vellinum í Keflavík og fer upp í annað sæti.

Keflvíkingar náði forystunni gegn gangi leiksins á 22. mínútu en Sindri Þór Guðmundsson skoraði eftir fyrirgjöf Adam Árna Róbertssonar.

Bæði lið sköpuðu sér álitleg færi eftir markið. Víkingar áttu nokkur tækifæri á að jafna en Sindri Kristinn Ólafsson var að verja vel í markinu. Staðan í hálfleik 1-0.

Heimamenn voru nálægt því að bæta við öðru marki á 51. mínútu en eftir stórskotasókn náði Joey Gibbs að þruma boltanum í Sölva Geir Ottesen og í þverslána.

Arnar Gunnlaugsson gerði breytingu á liði Víkings og setti þá Kwame Quee og Adam Ægi Pálsson inná. Nokkrum mínútum síðar skilaði það árangri er Kwame Quee átti fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem skoraði.

Kwame átti svo skot stuttu eftir markið en Sindri enn og aftur að verja vel í markinu. Víkingar náðu sigurmarkinu á endanum og var það Helgi Guðjónsson sem reyndist hetjan.

Víkingar keyrðu hratt fram, Nikolaj kom boltanum á Helga sem setti hann í hærhornið.

Lokatölur 2-1 fyrir Víking sem fer upp í 2. sæti með 26 stig en Keflavík í 9. sæti með 13 stig.

Leiknir R. 2 - 0 Stjarnan
1-0 Sævar Atli Magnússon ('7 )
2-0 Hjalti Sigurðsson ('26 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 2 Víkingur R.
1-0 Sindri Þór Guðmundsson ('22 )
1-1 Nikolaj Andreas Hansen ('58 )
1-2 Helgi Guðjónsson ('78 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner