Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Benfica hafnaði fyrsta tilboði PSG í Neves
Mynd: EPA
Portúgalska félagið Benfica hafnaði fyrsta tilboði Paris Saint-Germain í miðjumanninn unga og efnilega, Joao Neves. Það má búast við öðru tilboði á næstu dögum.

PSG hefur átt í viðræðum við Benfica síðustu daga vegna Neves og lagði franska félagið fram fyrsta tilboð í dag.

Samkvæmt Florian Plettenberg hafnaði Benfica 70 milljóna evra tilboði PSG og undirbýr franska félagið annað tilboð.

Neves, sem er 19 ára gamall, hefur náð samkomulagi við PSG og bíður nú eftir því að félögin nái saman.

Renato Sanches, miðjumaður PSG, gæti farið í hina áttina sem hluti af kaupverðinu.
Athugasemdir
banner
banner