Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 14:28
Elvar Geir Magnússon
Cucurella orðinn rauðhærður eftir Evrópusigurinn
Mynd: Instagram
Marc Cucurella var ofboðslega góður á Evrópumótinu í Þýskalandi en hann var valinn í úrvalslið mótsins.

Þessi hárprúði og krullhærði vinstri bakvörður Spánar var búinn að lofa því fyrir mótið að hann myndi lita hárið á sér rautt ef Spánn myndi standa uppi sem sigurvegari.

Sú varð raunin og Cucurella stóð við stóru orðin. Hann lagði upp sigurmark Spánar í úrslitaleiknum gegn Englandi.

Þessi skemmtilegi karakter birti myndir af útkomunni á Instagram í dag.

Nú þegar EM er lokið styttist í að enska úrvalsdeildin fer af stað en þar verður Cucurella í eldlínunni með Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner