Dagur Dan Þórhallsson hefur skrifað undir nýjan samning við Orlando City í Bandaríkjunum.
Nýi samningurinn gildir til ársins 2026 og er félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Nýi samningurinn gildir til ársins 2026 og er félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár.
„Frá því að Dagur kom til félagsins hefur hann sannað sig sem einstaklingur sem er aðlögunarhæfur og fjölhæfur í öllum aðstæðum. Hann sýnir vilja til að gera allt sem liðið krefst af honum í hvaða stöðu sem er," segir Luiz Muzzi, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.
Einnig bætir hann við að Dagur sé gríðarlegur fagmaður og félagið sé himinlifandi með að halda í hann.
Dagur Dan gekk í raðir Orlando í janúar 2023 eftir að hafa verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar með Breiðabliki.
Athugasemdir