Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er að snúa aftur á völlinn eftir níu mánaða fjarveru frá fótbolta.
Neymar meiddist á hné í landsleik með Brasilíu í október og hefur verið frá síðan.
Sádi-arabíska félagið Al-Hilal birti í dag myndir af Neymar á æfingu félagsins, en hann er að ljúka síðasta hluta endurhæfingarinnar áður en hann fer að æfa með hópnum. Hann stefnir á endurkomu í næsta mánuði.
Neymar er samningsbundinn Al-Hilal út tímabilið en talið er að hann fari aftur ti heimalandsins eftir dvöl sína í Sádi-Arabíu.
Landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við uppeldisfélag sitt, Santos, síðustu vikur.
???? @Neymarjr continues with his rehab program ????#AlHilal pic.twitter.com/jyLlykqAmN
— AlHilal Saudi Club (@Alhilal_EN) July 19, 2024
Athugasemdir