Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar stefnir á endurkomu í ágúst
Mynd: Al-Hilal
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er að snúa aftur á völlinn eftir níu mánaða fjarveru frá fótbolta.

Neymar meiddist á hné í landsleik með Brasilíu í október og hefur verið frá síðan.

Sádi-arabíska félagið Al-Hilal birti í dag myndir af Neymar á æfingu félagsins, en hann er að ljúka síðasta hluta endurhæfingarinnar áður en hann fer að æfa með hópnum. Hann stefnir á endurkomu í næsta mánuði.

Neymar er samningsbundinn Al-Hilal út tímabilið en talið er að hann fari aftur ti heimalandsins eftir dvöl sína í Sádi-Arabíu.

Landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við uppeldisfélag sitt, Santos, síðustu vikur.


Athugasemdir
banner
banner
banner