Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepe: Fékk ógeð af fótbolta hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe segir frá því að hann hafi fengið ógeð af fótbolta á tíma sínum hjá Arsenal. Það hafi verið vegna pressunar sem fylgdi verðmiðanum en hann var þar til í fyrra dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Arsenal greiddi 72 milljónir punda fyrir Pepe sem náði ekki að skína hjá Arsneal og fékk að lokum samningi sínum rift síðasta haust. Hann lék með Trabzonspor í vetur en er nú án félas.

Pepe segir að aðilar í félaginu hafi orðið til þess að hann hafi ýtt undir þá miklu gagnrýni sem hann fékk.

„Þetta var næstum áreitni. Ég fylgist ekki mikið með samfélagsmiðlum, en ef bróðir minn segir mér að eitthvað hafi verið sagt um þig þá hefur það áhrif," sagði Pepe.

„Þetta kom líka frá fjölmiðlum eða ákveðnum meðlimum klúbbsins. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að svona hlutir geta haft áhrif á andlegt ástand, fjölskylduna og hefur áhrif á frammistöðu."

„Einu mennirnir sem hafa alltaf stutt mig eru aðdáendur Arsenal."

„Hjá Arsenal varð ég fyrir áföllum, leið eins og ástríðunni hefði verið kippt frá mér. Ég hafði andstyggð á fótbolta. Ég efaðist um sjálfan mig að því marki að ég hugsaði um að hætta öllu."

„Ég velti því fyrir mér hvernig þeir gátu verið svona vægðarlausir í árásum sínum á mig. Þeir kölluðu mig meira aðs egja stærsta flopp í sögu úrvalsdeildarinnar. En ég reyndi að vera jákvæður,"
sagði Pepe.
Athugasemdir
banner
banner