Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 10:05
Elvar Geir Magnússon
Philogene aftur til Aston Villa (Staðfest)
Philogene er kominn aftur til Aston Villa.
Philogene er kominn aftur til Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Mynd: EPA
Aston Villa hefur fengið U21 landsliðsmanninn enska Jaden Philogene aftur frá Hull, innan við tólf mánuðum eftir að hafa selt hann.

Philogene hefur skrifað undir fimm ára samning við Villa sem jafnaði 18 milljóna punda tilboð sem Ipswich hafði gert í hann.

Hull mun fá um 13,5 milljónir punda því Villa var með 30% endursöluákvæði í samkomulaginu sem gert var í september á síðasta ári.

Það er nóg að gera á skrifstofu Aston Villa en félagið er nálægt því að krækja í miðjumanninn Amadou Onana frá Everton fyrir 50 milljónir punda.

Villa spilar í Meistaradeildinni á komandi tímabili eftir að hafa endað í fjórða sæti á síðasta tímabili.

Philogene lék sex leiki, aðeins einn sem byrjunarliðsmaður, eftir að hann kom í gegnum akademíu Villa og átti lánsdvalir hjá Stoke City og Cardiff. Hann skoraði 12 mörk í 32 leikjum fyrir Hull sem endaði í sjöunda sæti Championship-deildarinnar.

Áður hafði Villa fengið Enzo Barrenechea og Samuel Iling-Junior frá Juventus, Ross Barkley frá Luton Town og vængmanninn Lewis Dobbin frá Everton.

Douglas Luiz var seldur til Juventus fyrir 42 milljónir punda og heldur það Villa innan ramma reglna um hagðan og sjálfbærni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner