Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 19. ágúst 2019 09:08
Magnús Már Einarsson
Frederik Schram til Lyngby á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski markvörðurinn Frederik Schram er genginn í raðir Lyngby á lán frá SönderjuskE en lánssamningurinn gildir til áramóta.

Frederik samdi við SönderjyskE sumar eftir að hafa yfirgefið Roskilde í dönsku B-deildinni.

Frederik er nú kominn til Lyngby á láni en félagið vildi fá nýjan markvörð í hópinn eftir að hafa lánað Oskar Snorre til Haugesund.

SönderjyskE er í fimmta sæti í dönsku úrvalsdeildinni eftir fimm umferðir en Lyngby er í tíunda sæti.

Hinn 24 ára gamli Frederik var í HM hópi Íslands í fyrra en hann á fimm landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner