Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. ágúst 2019 21:19
Arnar Helgi Magnússon
Inkasso-kvenna: Haukar fóru illa með ÍA
Behnke skoraði tvö
Behnke skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 4 - 1 ÍA
0-1 Andrea Magnúsdóttir ('12 )
1-1 Sæunn Björnsdóttir ('21 )
2-1 Vienna Behnke ('23 )
3-1 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('42 )
4-1 Vienna Behnke ('49 )

Haukar áttu ekki í vandræðum með ÍA þegar liðin mættust á Ásvöllum í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Þrátt fyrir það voru það Skagastúlkur sem að skoruðu fyrsta mark leiksins á tólftu mínútu. Andrea Magnúsdóttir skallaði þá boltann í netið eftir undirbúning frá Erlu Karitas Jóhannesdóttur.

Sæunn Björnsdóttir jafnaði fyrir Hauka einungis tæpum tíu mínútum síðar eftir skelfileg mistök hjá Anítu í marki ÍA. Það liðu ekki nema tvær mínútur þangað til að Vienna Behnke hafði komið Haukum yfir.

Haukastúlkur náðu að skora þriðja markið fyrir hálfleik en þar var að verki Kristín Fjóla Sigþórsdóttir eftir undirbúning Sierra Marie Lelii. 3-1 í hálfleik.

Haukar komu af miklum krafti inn í síðari hálfleik og skoruðu fjórða markið á 49. mínútu. Aftur var það Vienna Behnke en nú rak hún boltann inn með tánni af stuttu færi. Haukar skoruðu ekki fleiri mörk í leiknum og lokatölur því 4-1. Liðið áfram í fjórða sæti en Skagastúlkur í því sjötta.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner