Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. ágúst 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli útskýrði ákvörðun sína að byrja með Tryggva á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson byrjaði á varamannabekknum hjá ÍA í tapinu gegn Stjörnunni í gær.

Tryggvi er kominn með fimm mörk í 17 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hann er almennt talinn einn af lykilmönnum ÍA og óvænt var að sjá hann ekki í byrjunarliðinu.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var spurður að því eftir leik hvers vegna Tryggvi byrjaði á bekknum.

„Ég stillti upp mínu besta liði sem ég taldi líklegt til að geta ógna Stjörnumönnum snemma í leiknum. Það var ástæðan," sagði Jóhannes Karl.

Tryggvi kom inn á sem varamaður þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóa Kalla frá því í gær í heild sinni.
Jói Kalli spurður út í fallbaráttu: Hugsum bara um næsta leik
Athugasemdir
banner
banner