Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 19. ágúst 2019 22:11
Baldvin Már Borgarsson
Óli Jó: Þú getur búið til tölfræði um allan andskotann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var bæði svekktur og sáttur með stigið gegn Val fyrr í kvöld, en leikurinn var heldur betur kaflaskiptur og komust Valsarar í 2-0 forystu áður en Blikar ákváðu að taka þátt í þessum leik.

Leiknum lauk með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli og skipta liðin því stigunum á milli sín, eftir leikinn sitja Blikar enn í 2. sæti deildarinnar og Valur situr enn í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

Hvernig er tilfinningin eftir þennan leik?

„Hún er svona bæði góð og slæm, en það er ekkert slæmt að gera jafntefli við Breiðablik hérna í Kópavogi, þeir eru með hörku lið en við vorum komnir í góða forystu og ég tel dómarann hafa tekið af okkur vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem hefði klárað leikinn.''

Tölfræðin segir að þegar Sigurður Egill fer af velli tapa Valsarar niður forystu, hefur Óli eitthvað að segja um það?

„Þú getur búið til tölfræði um allan andskotann þannig ég veit ekkert um það.''

Er ekki svekkjandi fyrir Valsara að vinna ekki leikinn til að stimpla sig almennilega í evrópubaráttuna?

„Jújú það er eins og ég sagði, bæði svekktur og sáttur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Óli meðal annars betur um leikinn og frammistöðuna, meiðsli Sigurðar Egils og Patricks Pedersen og framhaldið hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner