
„Mér líður frekar illa, frekar þreytt að við getum aldrei neitt þegar við förum á útivöll," sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis F., eftir tap gegn Þór í kvöld.
Leiknir vann dramatískan sigur gegn Grindavík á laugardaginn. Fannst Binna vera eitthvað orkuleysi í sínu liði?
„Nei, mér fannst við gefa þeim fullt af mörkum. Vantaði eiginlega bara að við myndum skora sjálfir fyrir þá. Við vorum bara lélegir."
Leiknir vann dramatískan sigur gegn Grindavík á laugardaginn. Fannst Binna vera eitthvað orkuleysi í sínu liði?
„Nei, mér fannst við gefa þeim fullt af mörkum. Vantaði eiginlega bara að við myndum skora sjálfir fyrir þá. Við vorum bara lélegir."
Lestu um leikinn: Þór 5 - 1 Leiknir F.
Fréttaritari var búinn að gleyma því hvernig lokamörk Þórsara voru en Binni hafði ekki gleymt því og benti fréttaritara á það.
„Fyrstu þrjú? Númer fjögur þá gaf hann fyrir og hitti ekki á markmanninn og þeir skoruðu í opið markið. Númer fimm þá gátum við hreinsað frá en ætluðum að leika boltanum úr teignum, vorum tæklaðir og þá kom mark. Ég veit það ekki, mér finnst það frekar ódýrt."
„Ég er ósáttur með hvað við erum lélegir á útivelli. Það er eins og menn gleymi hvernig á að spila fótbolta um leið og við löbbum út úr Reyðarfjarðarhöllinni sem er fáránlega asnalegt. Ég veit ekki hvað ég get gert, þessir strákar eru allir fínir í fótbolta og náum góðum leikjum gegn liðum á heimavelli en getum ekki unnið fótboltaleiki ef við ætlum að gefa 3-5 mörk í leik."
Hvernig leggst næsti leikur leikur Leiknis í Binna?
„Hann leggst bara vel í mig. Við erum á heimavelli alla vega, það er jákvætt," sagði Binni og hló.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir