Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 19. ágúst 2020 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni Skúla: Vantaði eiginlega bara að við myndum skora fyrir þá
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höllin á Reyðarfirði, þar sem Leiknir leikur heimaleiki sína.
Höllin á Reyðarfirði, þar sem Leiknir leikur heimaleiki sína.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður frekar illa, frekar þreytt að við getum aldrei neitt þegar við förum á útivöll," sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis F., eftir tap gegn Þór í kvöld.

Leiknir vann dramatískan sigur gegn Grindavík á laugardaginn. Fannst Binna vera eitthvað orkuleysi í sínu liði?

„Nei, mér fannst við gefa þeim fullt af mörkum. Vantaði eiginlega bara að við myndum skora sjálfir fyrir þá. Við vorum bara lélegir."

Lestu um leikinn: Þór 5 -  1 Leiknir F.

Fréttaritari var búinn að gleyma því hvernig lokamörk Þórsara voru en Binni hafði ekki gleymt því og benti fréttaritara á það.

„Fyrstu þrjú? Númer fjögur þá gaf hann fyrir og hitti ekki á markmanninn og þeir skoruðu í opið markið. Númer fimm þá gátum við hreinsað frá en ætluðum að leika boltanum úr teignum, vorum tæklaðir og þá kom mark. Ég veit það ekki, mér finnst það frekar ódýrt."

„Ég er ósáttur með hvað við erum lélegir á útivelli. Það er eins og menn gleymi hvernig á að spila fótbolta um leið og við löbbum út úr Reyðarfjarðarhöllinni sem er fáránlega asnalegt. Ég veit ekki hvað ég get gert, þessir strákar eru allir fínir í fótbolta og náum góðum leikjum gegn liðum á heimavelli en getum ekki unnið fótboltaleiki ef við ætlum að gefa 3-5 mörk í leik."


Hvernig leggst næsti leikur leikur Leiknis í Binna?

„Hann leggst bara vel í mig. Við erum á heimavelli alla vega, það er jákvætt," sagði Binni og hló.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner