Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 19. september 2018 22:42
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Blendnar tilfinningar að fara í Grafarvoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn í Árbænum í kvöld var spjallið á götunni um það að lúnir og svekktir Blikar væru að mæta ferskum og sprækum Fylkismönnum.  Annað kom á daginn og Ágúst þjálfari Blika var mjög kátur!

"Við lögðum leikinn þannig upp að bæði lið höfðu að einhverju að keppa, við að tryggja Evrópusæti og þeir í bullandi fallhættu.  Við sýndum mikinn karakter og ég var gríðarlega ánægður með þennan leik frá fyrstu mínútu og allt til loka."

Með þennan leik að baki horfði Gústi fram á næstu leiki, búinn að tryggja Blikum Evrópusæti á næsta ári.

"Nú eru tveir leikir eftir, næst er það minn gamli heimavöllur í Grafarvoginum það verður gaman að koma þangað og hitta mína gömlu félaga ."

Er það í alvörunni...Blikar gætu farið langt með að fella Fjölni með sigri eða bjarga þeim með tapi?

"Þetta er auðvitað mjög erfið spurning og erfitt að svara henni.  Auðvitað er maður keppnismaður og fer í alla leiki til að vinna en það eru vissulega blendnar tilfinningar að mæta uppeftir og verða valdur að einhverju leiðinlegu, en við sjáum hvað setur.  Við verðum án Gulla fyrirliða og Óli Íshólm (fyrrum Fylkismaður) kemur í markið svo að þetta verður skemmtilegt."

Með sigri kvöldsins er ljóst að Blikar spila í Evrópukeppni á næsta ári, er það ekki orðin skýr krafa félagsins hvert ár?

"Við erum alltaf að keppa að því.  Þetta er stórt félag og mikið Blikahjarta í leikmönnum og stuðningsmönnum.  Við erum á góðum stað og ætlum að byggja á þessu tímabili fyrir það næsta.  Við ætlum okkur stóra hluti!"

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner