Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 19. september 2018 22:42
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Blendnar tilfinningar að fara í Grafarvoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn í Árbænum í kvöld var spjallið á götunni um það að lúnir og svekktir Blikar væru að mæta ferskum og sprækum Fylkismönnum.  Annað kom á daginn og Ágúst þjálfari Blika var mjög kátur!

"Við lögðum leikinn þannig upp að bæði lið höfðu að einhverju að keppa, við að tryggja Evrópusæti og þeir í bullandi fallhættu.  Við sýndum mikinn karakter og ég var gríðarlega ánægður með þennan leik frá fyrstu mínútu og allt til loka."

Með þennan leik að baki horfði Gústi fram á næstu leiki, búinn að tryggja Blikum Evrópusæti á næsta ári.

"Nú eru tveir leikir eftir, næst er það minn gamli heimavöllur í Grafarvoginum það verður gaman að koma þangað og hitta mína gömlu félaga ."

Er það í alvörunni...Blikar gætu farið langt með að fella Fjölni með sigri eða bjarga þeim með tapi?

"Þetta er auðvitað mjög erfið spurning og erfitt að svara henni.  Auðvitað er maður keppnismaður og fer í alla leiki til að vinna en það eru vissulega blendnar tilfinningar að mæta uppeftir og verða valdur að einhverju leiðinlegu, en við sjáum hvað setur.  Við verðum án Gulla fyrirliða og Óli Íshólm (fyrrum Fylkismaður) kemur í markið svo að þetta verður skemmtilegt."

Með sigri kvöldsins er ljóst að Blikar spila í Evrópukeppni á næsta ári, er það ekki orðin skýr krafa félagsins hvert ár?

"Við erum alltaf að keppa að því.  Þetta er stórt félag og mikið Blikahjarta í leikmönnum og stuðningsmönnum.  Við erum á góðum stað og ætlum að byggja á þessu tímabili fyrir það næsta.  Við ætlum okkur stóra hluti!"

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner