Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mið 19. september 2018 22:42
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Blendnar tilfinningar að fara í Grafarvoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn í Árbænum í kvöld var spjallið á götunni um það að lúnir og svekktir Blikar væru að mæta ferskum og sprækum Fylkismönnum.  Annað kom á daginn og Ágúst þjálfari Blika var mjög kátur!

"Við lögðum leikinn þannig upp að bæði lið höfðu að einhverju að keppa, við að tryggja Evrópusæti og þeir í bullandi fallhættu.  Við sýndum mikinn karakter og ég var gríðarlega ánægður með þennan leik frá fyrstu mínútu og allt til loka."

Með þennan leik að baki horfði Gústi fram á næstu leiki, búinn að tryggja Blikum Evrópusæti á næsta ári.

"Nú eru tveir leikir eftir, næst er það minn gamli heimavöllur í Grafarvoginum það verður gaman að koma þangað og hitta mína gömlu félaga ."

Er það í alvörunni...Blikar gætu farið langt með að fella Fjölni með sigri eða bjarga þeim með tapi?

"Þetta er auðvitað mjög erfið spurning og erfitt að svara henni.  Auðvitað er maður keppnismaður og fer í alla leiki til að vinna en það eru vissulega blendnar tilfinningar að mæta uppeftir og verða valdur að einhverju leiðinlegu, en við sjáum hvað setur.  Við verðum án Gulla fyrirliða og Óli Íshólm (fyrrum Fylkismaður) kemur í markið svo að þetta verður skemmtilegt."

Með sigri kvöldsins er ljóst að Blikar spila í Evrópukeppni á næsta ári, er það ekki orðin skýr krafa félagsins hvert ár?

"Við erum alltaf að keppa að því.  Þetta er stórt félag og mikið Blikahjarta í leikmönnum og stuðningsmönnum.  Við erum á góðum stað og ætlum að byggja á þessu tímabili fyrir það næsta.  Við ætlum okkur stóra hluti!"

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner