Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 19. september 2018 22:42
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Blendnar tilfinningar að fara í Grafarvoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn í Árbænum í kvöld var spjallið á götunni um það að lúnir og svekktir Blikar væru að mæta ferskum og sprækum Fylkismönnum.  Annað kom á daginn og Ágúst þjálfari Blika var mjög kátur!

"Við lögðum leikinn þannig upp að bæði lið höfðu að einhverju að keppa, við að tryggja Evrópusæti og þeir í bullandi fallhættu.  Við sýndum mikinn karakter og ég var gríðarlega ánægður með þennan leik frá fyrstu mínútu og allt til loka."

Með þennan leik að baki horfði Gústi fram á næstu leiki, búinn að tryggja Blikum Evrópusæti á næsta ári.

"Nú eru tveir leikir eftir, næst er það minn gamli heimavöllur í Grafarvoginum það verður gaman að koma þangað og hitta mína gömlu félaga ."

Er það í alvörunni...Blikar gætu farið langt með að fella Fjölni með sigri eða bjarga þeim með tapi?

"Þetta er auðvitað mjög erfið spurning og erfitt að svara henni.  Auðvitað er maður keppnismaður og fer í alla leiki til að vinna en það eru vissulega blendnar tilfinningar að mæta uppeftir og verða valdur að einhverju leiðinlegu, en við sjáum hvað setur.  Við verðum án Gulla fyrirliða og Óli Íshólm (fyrrum Fylkismaður) kemur í markið svo að þetta verður skemmtilegt."

Með sigri kvöldsins er ljóst að Blikar spila í Evrópukeppni á næsta ári, er það ekki orðin skýr krafa félagsins hvert ár?

"Við erum alltaf að keppa að því.  Þetta er stórt félag og mikið Blikahjarta í leikmönnum og stuðningsmönnum.  Við erum á góðum stað og ætlum að byggja á þessu tímabili fyrir það næsta.  Við ætlum okkur stóra hluti!"

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir