Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 19. september 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gerir maður það ekki alltaf? Vill maður ekki alltaf spila?"
Þórður í miðjum Zidane-snúning og í kjölfarið skoraði hann svo.
Þórður í miðjum Zidane-snúning og í kjölfarið skoraði hann svo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinn Þórðarson var til viðtals eftir leik ÍA gegn ÍR í Mjólkurbikarnum á miðivkudag. Þórður var maður leiksins, skoraði eitt frábært mark og lagði upp eitt í 1-3 endurkomusigri.

Framundan hjá ÍA er endaspretturinn í deildinni. Í dag mætir liðið Fylki á heimavelli klukkan 14:00. Þórður var spurður út í næstu leiki.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

Þórður var ekki í byrjunarliðinu í síðasta deildarleik og hefur ekki verið fastamaður í liði ÍA. Ertu að gera tilkall til að klára mótið í byrjunarliðinu?

„Gerir maður það ekki alltaf? Vill maður ekki alltaf spila? Mér fannst ég skila ágætis framlagi í dag svona á heildina á litið. Ég var ekki alveg nógu góður fyrstu fimmtán-tuttugu mínúturnar. Mér finnst ég hafa náð að hafa bæta upp fyrir það," sagði Þórður.

Kom þér á óvart að vera ekki búinn að spila meira að undanförnu? „Nei, nei, það eru margir góðir leikmenn í liðinu, þetta er mikil samkeppni í liðinu og þjálfararnir stjórna því hverjir spila. Ég vil alltaf spila, maður er aldrei sáttur að vera á bekknum eða fyrir utan hópinn."

Hvernig líst þér á endasprettinn í mótinu? „Bara mjög vel, það er stórleikur á sunnudaginn [í dag] klukkan tvö og ef við vinnum þann leik þá tel ég að við séum að gera stórt tilkall til að halda okkur í deildinni," sagði Þórður að lokum.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Þórð í heild sem og viðtalið við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara ÍA.
„Tek svo Zidane-snúning held ég framhjá þremur og set hann í hornið með ristinni"
Jói Kalli: Frábær tímasetning og frábærlega gert hjá Dodda
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir