Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. september 2022 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aaronson: Verð vonandi goðsögn hjá Leeds
Mynd: EPA

Brendan Aaronson leikmaður Leeds United og bandaríska landsliðsins vonast til þess að verða goðsögn hjá enska félaginu.


Þessi 21 árs gamli leikmaður er gríðarlega spennandi en hann á að baki 22 leiki með landsliði Bandaríkjanna.

Hann gekk til liðs við Leeds frá Red Bull Salzburg í sumar og hefur spilað sex leiki, skorað eitt mark og lagt upp eitt.

„Ég er svo þakklátur að vera hjá Leeds og ég held að allir sjái það að ég vinn 110% og gef allt mitt til að hjálpa liðinu að vinna. Ég verð betri og betri, besta útgáfan af sjálfum mér og vonandi verð ég goðsögn hjá félaginu einn daginn," sagði Aaronson.


Athugasemdir
banner
banner
banner