Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 19. september 2022 16:12
Elvar Geir Magnússon
Fjórir reknir í ítölsku B-deildinni í dag - Cannavaro ræðir við Benevento
Fjögur félög í ítölsku B-deildinni ráku þjálfarann sinn í dag. Það eru Benevento, Como, Perugia og Pisa.

Fabio Cannavaro, sem varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu 2006, er sagður í viðræðum við Benevento en Fabio Caserta var rekinn úr þjálfarastólnum þar.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilar með Pisa sem er í neðsta sæti með aðeins tvö stig. Rolando Maran var rekinn og Luca D’Angelo endurráðinn. Pisa var í toppbaráttunni á síðasta tímabili en fer hrikalega af stað á nýju tímabili.

Como kom upp í B-deildina en þar hefur Moreno Longo verið ráðinn í stað Giacomo Gattuso. Perugia hefur rekið Fabrizio Castori og talið er að Silvio Baldini verði næsti þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner