Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 19. september 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Funheit á hægri kantinum - „Allt voða jákvætt"
Á æfingu í dag.
Á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma í upphitun í dag.
Selma í upphitun í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir hefur farið mikinn með félagsliði sínu Rosenborg að undanförnu. Hún hefur lagt up sex mörk og skorað tvö í síðustu fimm leikjum norska liðsins sem allir hafa unnist. Selma er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu dagsins.

„Við tókum léttan fund í gær, þetta er svolítið flókið 'system' og allt það, en við vitum það sem skiptir máli. Það er það sem mikilvægast. Ég held að það sé oftast mikilvægast að vinna í fótbolta, við munum fara inn í hvern leik til að taka þrjú stig og vinna út frá því," sagði Selma um fyrirkomulag Þjóðadeildarinnar sem er ekki það einfaldasta.

„Mér líst vel á leikinn á móti Wales, vorum á fundi þar sem aðeins var farið yfir Wales. Við spiluðum við þær fyrr á árinu og vitum aðeins um þær."

Safnar stoðsendingum á hægri kantinum
Hvernig er að koma inn í þetta verkefni á miklu skriði?

„Ég reyni að taka það með mér inn í verkefnið og vonandi get ég nýtt það eitthvað með mér. Það er bara jákvætt. Ég er búin að spila smá á hægri kanti, þá byrjar aðeins að tikka meira, koma aðeins fleiri stoðsendingar og svona. Ég fer inn í hvern leik til að gera mitt besta."

Þarf landsliðsþjálfarinn eitthvað að skoða að hafa Selmu á hægri kantinum?

„Ég veit það ekki," sagði Selma og brosti. „Mér líður vel og svona, allt voða jákvætt," sagði hún um lífið utan vallar.

Misstu af Meistaradeildarsæti í fyrra og eru nú á toppnum
„Við erum núna á toppnum og það gengur vel. Við förum í hvern leik til að vinna hann og tökum einn leik í einu. Við klúðruðum þessu svolítið í fyrra og erum að læra af því."

„Ég held að það hafi alltaf verið markmiðið, en svo er það líka þannig að deildin breytist árlega. Núna er spiluð þreföld umferð sem er öðruvísi frá því í fyrra. Það er alltaf eitthvað nýtt. Við viljum alltaf fara sem lengst og gera betur en árið á undan."


Skemmtilegra þegar það eru stig í boði
Er einhver munur á því að koma inn í þetta verkefni þar sem spilað er í Þjóðadeildinni og það síðasta þar sem spilaðir voru tveir vináttuleikir?

„Það er aðeins skemmtilegra (núna), það er alltaf gaman að koma í landsliðið, en það er ennþá skemmtilegra þegar það eru stig í boði. En það er alltaf mjög gaman. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og markmiðið er auðvitað að taka sex stig úr hverju verkefni," sagði Selma að lokum.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner