Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   þri 19. september 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Funheit á hægri kantinum - „Allt voða jákvætt"
Á æfingu í dag.
Á æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma í upphitun í dag.
Selma í upphitun í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir hefur farið mikinn með félagsliði sínu Rosenborg að undanförnu. Hún hefur lagt up sex mörk og skorað tvö í síðustu fimm leikjum norska liðsins sem allir hafa unnist. Selma er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu dagsins.

„Við tókum léttan fund í gær, þetta er svolítið flókið 'system' og allt það, en við vitum það sem skiptir máli. Það er það sem mikilvægast. Ég held að það sé oftast mikilvægast að vinna í fótbolta, við munum fara inn í hvern leik til að taka þrjú stig og vinna út frá því," sagði Selma um fyrirkomulag Þjóðadeildarinnar sem er ekki það einfaldasta.

„Mér líst vel á leikinn á móti Wales, vorum á fundi þar sem aðeins var farið yfir Wales. Við spiluðum við þær fyrr á árinu og vitum aðeins um þær."

Safnar stoðsendingum á hægri kantinum
Hvernig er að koma inn í þetta verkefni á miklu skriði?

„Ég reyni að taka það með mér inn í verkefnið og vonandi get ég nýtt það eitthvað með mér. Það er bara jákvætt. Ég er búin að spila smá á hægri kanti, þá byrjar aðeins að tikka meira, koma aðeins fleiri stoðsendingar og svona. Ég fer inn í hvern leik til að gera mitt besta."

Þarf landsliðsþjálfarinn eitthvað að skoða að hafa Selmu á hægri kantinum?

„Ég veit það ekki," sagði Selma og brosti. „Mér líður vel og svona, allt voða jákvætt," sagði hún um lífið utan vallar.

Misstu af Meistaradeildarsæti í fyrra og eru nú á toppnum
„Við erum núna á toppnum og það gengur vel. Við förum í hvern leik til að vinna hann og tökum einn leik í einu. Við klúðruðum þessu svolítið í fyrra og erum að læra af því."

„Ég held að það hafi alltaf verið markmiðið, en svo er það líka þannig að deildin breytist árlega. Núna er spiluð þreföld umferð sem er öðruvísi frá því í fyrra. Það er alltaf eitthvað nýtt. Við viljum alltaf fara sem lengst og gera betur en árið á undan."


Skemmtilegra þegar það eru stig í boði
Er einhver munur á því að koma inn í þetta verkefni þar sem spilað er í Þjóðadeildinni og það síðasta þar sem spilaðir voru tveir vináttuleikir?

„Það er aðeins skemmtilegra (núna), það er alltaf gaman að koma í landsliðið, en það er ennþá skemmtilegra þegar það eru stig í boði. En það er alltaf mjög gaman. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og markmiðið er auðvitað að taka sex stig úr hverju verkefni," sagði Selma að lokum.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner