Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   þri 19. september 2023 10:37
Elvar Geir Magnússon
Hazard aftur heim til Belgíu?
Mynd: EPA
Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid, er án félags og óvíst hvort hann haldi leikmannaferli sínum áfram.

Ættingjar leikmannsins vonast til þess að hann snúi aftur heim í belgíska fótboltannn og hefur Union Saint-Gilloise boðið honum samning.

Hazard er þó með efasemdir um að taka tilboðinu, hann þyrfti að taka á sig umtalsverða launalækkun. Þá eru eiginkona hans og börn alsæl með lífið í Madríd. Það er stór ástæða þess að Hazard hefur ekki samið við neitt félag.

Ef Hazard hafnar tilboði Union SG eykur það líkurnar á því að hann leggi skóna á hilluna. Útlit er fyrir að fjölskyldumálin sé í forgangi hjá hinum 32 ára Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner