Harry Maguire glímir við meiðsli og verður ekki með Manchester United á morgun þegar liðið mætir Bayern Munchen á Allianz Arena í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Hann ferðaðist ekki með til Þýskalands vegna meiðslanna. Miðvörðurinn var í hópnum hjá United gegn Brighton á laugardag en kom ekki við sögu.
Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns meiðsli Maguire eru og óvíst er hvort hann geti mögulega spilað gegn Burnley á laugardag.
Einungis fimm varnarmenn eru í hópnum því Luke Shaw, Tyrell Malacia og Aaron Wan-Bissaka glíma við meiðsli. Raphael Varane ferðaðist ekki með hópnum þó að hann hafi æft í morgun.
Hópurinn:
Markverðir: Altay Bayindir, Tom Heaton, Andre Onana, Radek Vitek.
Varnarmenn: Victor Lindelof, Lisandro Martínez, Sergio Reguilon, Diogo Dalot, Jonny Evans.
Miðjumenn: Bruno Fernandes, Christian Eriksen, Casemiro, Facundo Pellistri, Scott McTominay, Dan Gore, Hannibal
Sóknarmenn: Anthony Martial, Marcus Rashford, Rasmus Höjlund, Alejandro Garnacho, Omari Forson
Athugasemdir