Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frábær varsla Buffon í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Juventus sigraði í kvöld Bologna, 2-1, á heimavelli. Cristiano Ronaldo og Miralem Pjanic skoruðu mörk Juventus sem er með sigrinum með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku Seríu A.

Bologna komst ansi nálægt því að jafna leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma. Fyrst fór boltinn í slána í kjölfar aukaspyrnu en svo þurfti Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, að taka á honum stóra sínum og verja glæsilega.

Federico Santander fékk boltann eftir aukaspyrnuna og skallaði í slána. Boltinn barst aftur á hann í kjölfarið og þá reyndi hann bakfallsspyrnu en Buffon sýndi ótrúlega takta og varði meistaralega.

Vörsluna frábæru má sjá hér.

Athygli er vakin á því að Buffon er 41 árs og verður 42 ára í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner